Hoppa yfir valmynd
8. febrúar 2019 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Félagsleg velferð innflytjenda á Íslandi

Félagsvísar hafa verið gefnir út árlega frá árinu 2012 á grundvelli samnings sem velferðarráðuneytið gerði við Hagstofu Íslands. Í sérhefti félagsvísa um innflytjendur birtir Hagstofa Íslands í fyrsta sinn sérstaka umfjöllun um félagslega velferð innflytjenda. Hlutfall innflytjenda á Íslandi hefur aldrei verið hærra en árið 2018 þegar það var 12,6% mannfjöldans og þar með orðið svipað því sem þekkist á hinum Norðurlöndunum. Innflytjendur eru fjölbreyttur hópur sem kemur hingað til lands af ýmsum ástæðum; svo sem vegna fjölskyldutengsla, til þess að mennta sig eða vinna.  Einnig er um að ræða einstaklinga á flótta. 

Hér má sjá sérhefti félagsvísa um velferð innflytjenda (af vef Hagstofunnar)

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta