Ný lyfjaverðskrá tekur gildi
Ný lyfjaverðskrá tók gildi 1. mars sl. og er í henni meðal annars tekið mið af breyttri lyfjareglugerð sem tók gildi sama dag. Í lyfjaverðskránni eru nú tvö lyf, magalyf (PPI) og blóðfitulækkandi sem verða E-merkt í lyfjaverðskrá. Þetta eru Omeprazol Actavis, hylki 20 mg 56 í 98 stk. pakkningum og Simvastatin (Portfarma)/Sivacor 10 og 20 mg í 98 stk. pakkningum. Ef læknar ávísa þessum lyfjum taka sjúkratryggingar sjálfkrafa þátt í greiðslu lyfsins samkvæmt svokallaðri E-merkingu og því þarf ekki að sækja um lyfjaskírteini fyrir þessi lyf. Ef þessi lyf reynast læknisfræðilega ófullnægjandi að mati læknis er opinn möguleiki á að sækja um lyfjaskírteini til Sjúkratrygginga Íslands.