Hoppa yfir valmynd
27. janúar 2015 Háskóla-٫ iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið

Lokaskýrsla um um styrkjakerfi vísindarannsókna frá kynjasjónarmiði

Verkefni mennta- og menningarmálaráðuneytis í kynjaðri hagstjórn og fjárlagagerð fjallaði um
styrkjakerfi vísindarannsókna frá kynjasjónarmiði.

Áhersla var lögð á að kyngreina starfsemi, sókn og úthlutanir opinberra samkeppnissjóða 2009 - 2014. Eftirtaldir sjóðir voru greindir: AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi, Átak til atvinnusköpunar, Fornminjasjóður, Framleiðnisjóður landbúnaðarins, Innviðasjóður, Markáætlun á sviði vísinda og tækni, Nýsköpunarsjóður námsmanna, Orkusjóður, Rannsóknarnámssjóður, Rannsóknasjóður, Starfslaunasjóður sjálfstætt starfandi fræðimanna, Tækniþróunarsjóður og Verkefnasjóður sjávarútvegsins.

Úttektin leiddi í ljós að bæta þarf söfnun kyngreinanlegra upplýsinga um sjóðina og aðgengi að þeim.
Kynjaskipting í fagráðum hefur færst í átt til meiri jöfnuðar en þarf enn að bæta
. Konur eru í
minnihluta umsækjenda en almennt séð bendir úttektin ekki til þess að kyn hafi áhrif á úthlutanir.
í
nokkrum sjóðum var þó árangurshlutfall kvenna nokkuð lægra en karla
. Þar sem að konur voru í
minnihluta styrkþega var hlutdeild þeirra af úthlutuðu fjármagni lægra en karla. Verkefnið hefur

skilað þeim ávinningi að aðgengi að kyngreinanlegum upplýsingum um sjóðina hefur batnað og

vitundarvakning hefur orðið um mikilvægi jafnréttismarkmiða fyrir þá. Sjá nánar í skýrslunni.

Lokaskýrsla

Áfangaskýrsla I

Áfangaskýrsla II

Kynjuð hagstjórn og fjárlagagerð

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta