Hoppa yfir valmynd
2. mars 2018 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Skýrsla starfshóps um starfsumhverfi gagnavera

Ef Ísland á að koma til greina sem eftirsóknarverð staðsetning fyrir alþjóðlegan gagnaveraiðnað er lykilatriði að samkeppnishæfni gagnatenginga við útlönd verði aukin. Núverandi gagnaflutningskerfi Farice er fullnægjandi eins og staðan er í dag en miðað við áframhaldandi vöxt í internetumferð þá er ljóst að þörf er á endurnýjun á flutningskerfinu áður en langt um líður. Þetta er á meðal helstu atriða sem fram koma í skýrslu starfshóps um starfsumhverfi gagnavera sem skipaður var í lok ágúst á síðasta ári.

Hlutverk starfshópsins var að fara yfir þróun og stöðu gagnaveraiðnaðarins og meta leiðir sem stjórnvöld geta farið til að efla stöðu hans og framtíðarvöxt, meðal annars í ljósi örra tækniframfara og þjóðfélagsbreytinga. Starfshópurinn var skipaður sérfræðingum úr fjármála- og efnahagsráðuneyti, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

Meðal annarra atriða sem fram koma í skýrslunni má nefna:

  • Samkeppnisstaða Íslands byggist fyrst og fremst á grænni endurnýjanlegri orku, sem fá má á nokkuð hagstæðu verði, og veðurfarslegum þáttum sem stuðla að lægri kælikostnaði tölvubúnaðar en ella. Þessi sérstaða fer þó minnkandi.
  • Ef opna á fyrir samkeppni, og stuðla að innkomu nýrra aðila þarf ríkið að endurskoða aðkomu sína að útlandasamböndum. Um leið þarf að gæta að samkeppnisþáttum og öryggishagsmunum þjóðarinnar.
  • Grundvallarforsenda uppgangs gagnaveraiðnaðar er að hér sé í boði áreiðanleg raforka á samkeppnishæfu verði.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið - mynd

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta