Hoppa yfir valmynd
8. september 2024 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Orð eru ævintýri – nýtt spil, myndaspjöld og vefur

Í dag er alþjóðlegur dagur læsis. Orð eru ævintýri er verkfæri til eflingar læsis meðal leikskólabarna. Í fyrra var bókin Orð eru ævintýri gefin út. Hún var gefin börnum fæddum 2018, 2019 og 2020 og nú öllum börnum fæddum 2021. Í ár bætist við glænýtt spil, myndaspjöld og vefurinn Orðatorg.

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðaráðherra, afhenti leikskólanum Hömrum nýtt Orð eru ævintýri spil í vikunni

Saman bjóða þessi verkfæri upp á nánast endalausa möguleika til að vinna og leika með tungumálið með það að markmiði að styrkja orðaforða og málskilning. Vonast er til að bókin, myndaspjöldin og spilið nýtist vel í starfi skóla og foreldra sem uppspretta nýrra ævintýra og leikja.

Útgáfan er á vegum nýrrar stofnunar á sviði menntamála, Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu. Efnið er unnið í samvinnu við Miðju máls og læsis hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar, leikskólana Laugasól og Blásali, Austurbæjarskóla og námsbraut í talmeinafræði við Háskóla Íslands.

Bækurnar, myndaspjöldin og spilið verða afhent til sveitarfélaga sem dreifa munu efninu til leikskóla á sínu svæði í vikunni.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta