Innanríkisráðherra hefur skipað í endurupptökunefnd
Innanríkisráðherra hefur skipað í endurupptökunefnd í samræmi við 34. gr. laga um dómstóla nr. 15/1998 og 2. gr. laga nr. 15/2013. Þrír aðalmenn sitja í nefndinni. Alþingi kýs einn aðalmann og varamann hans og dómstólaráð og Hæstiréttur Íslands tilnefna hvort um sig einn aðalmann og varamann.
Samkvæmt þessu hefur innanríkisráðherra skipað þannig í nefndina: Ragna Árnadóttir lögfræðingur, sem jafnframt er formaður, Björn L. Bergsson hrl. tilnefndur af Hæstarétti Íslands og Þórdís Ingadóttir dósent, skipuð af dómstólaráði. Varamaður Rögnu er Eyvindur G. Gunnarsson dósent, varamaður Björns er Kristbjörg Stephensen hrl. og varamaður Þórdísar er Sigurður Tómas Magnússon prófessor.
Hlutverk endurupptökunefndar er að taka ákvörðun um hvort heimila skuli endurupptöku dómsmáls sem dæmt hefur verið í héraði eða Hæstarétti.