Hoppa yfir valmynd
10. september 2024 Matvælaráðuneytið

Matvælaráðherra leggur fram tillögur um breytingar á lögum um sjávarútveg

Skip á loðnuveiðum. - myndGolli
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra mun leggja fram tillögur á komandi þingi að breytingum á lögum varðandi sjávarútveg. Breytingarnar byggja m.a. á þeim tillögum sem starfshópar verkefnisins Auðlindarinnar okkar lögðu fram í samráðsgátt stjórnvalda í nóvember árið 2023. Að auki er áformað að leggja fram tillögu til þingsályktunar um sjávarútvegsstefnu en drög stefnunnar hafa einnig verið lagðar fram í samráðsgátt stjórnvalda.

Áformaðar breytingar verða kynntar í samráðsgátt nú í haust. Breytingarnar snúa m.a. að ákvæðum er varða gagnsæi og tengdra aðila, strandveiðum, verndarsvæðum í hafi, Verkefnasjóði sjávarútvegsins auk breytinga á lögum um veiðigjald sem taka mið af fjármálaáætlun 2025-2029. Jafnframt hefur innviðahópur sem matvælaráðherra skipaði í apríl sl. unnið að útfærslu innviðaleiðar í stað almenns byggðakvóta, áætlað er að hópurinn skili tillögum í september.

Áfram verður unnið með tillögur starfshópa Auðlindarinnar okkar og þær hafðar til hliðsjónar við frekari stefnumörkun og breytingar á sviði sjávarútvegs.

Nánar má kynna sér Auðlindina okkar og skýrsluna Sjálfbær sjávarútvegur hér.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta