Sendiherrar Íslands, Danmerkur, Finnlands og Noregs, auk starfandi félagsmálaráðherra Svíþjóðar, undirrituðu í síðustu viku endurskoðaða útgáfu af Arjeplog-samningnum sem fjallar um sameiginlegan norrænan vinnumarkað fyrir ákveðnar heilbrigðisstéttir og dýralækna. Hið endurskoðaða samkomulag hefur meðal annars í för með sér að stjórnvöld á Norðurlöndunum geta með auðveldari hætti deilt upplýsingum um vissa heilbrigðisstarfsmenn sín á milli. Markmiðið er að auka öryggi sjúklinga.