Hoppa yfir valmynd
18. desember 2018

Endurskoðuð útgáfa af Arjeplog-samningnum undirrituð

Frá vinstri: Ove Ullerup, sendiherra Danmerkur í Svíþjóð, Liisa Talonpoika, sendiherra Finnlands í Svíþjóð, Estrid Brekkan, sendiherra Íslands í Svíþjóð, Christian Syse, sendiherra Noregs í Svíþjóð og Annika Strandhäll, starfandi félagsmálaráðherra Svíþjóðar. - myndNinni Andersson/Regeringskansliet
Sendiherrar Íslands, Danmerkur, Finnlands og Noregs, auk starfandi félagsmálaráðherra Svíþjóðar, undirrituðu í síðustu viku  endurskoðaða útgáfu af Arjeplog-samningnum sem fjallar um sameiginlegan norrænan vinnumarkað fyrir ákveðnar heilbrigðisstéttir og dýralækna. Hið endurskoðaða samkomulag hefur meðal annars í för með sér að stjórnvöld á Norðurlöndunum geta með auðveldari hætti deilt upplýsingum um vissa heilbrigðisstarfsmenn sín á milli. Markmiðið er að auka öryggi sjúklinga.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta