Rauntíma tónsköpun, bragðlaukaþjálfun og gervigreind á Vísindavöku
„Miðlun rannsókna, tækni og nýsköpunar er afar mikilvæg til þess að efla þekkingarstarfsemi í háskólum og atvinnulífinu. Í stefnu Vísinda- og tækniráðs er lögð áhersla á fjölbreytta miðlun vísinda og tækni og þessi frábæra samkoma, Vísindavakan 2018, er gott dæmi um hvernig má miðla fjölbreyttum fróðleik á lifandi og skemmtilegan hátt. Það gleður mig ekki síst að sjá og finna hversu áhugasamt unga fólkið okkar er um vísindin hér í dag og hversu vel hefur tekist til að höfða til þeirra með kynningum og fræðslu,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra afhenti viðurkenningu Rannís fyrir vísindamiðlun af þessu tilefni en þau hlaut sjónvarpsþáttaröðin Fjársjóður framtíðar en þættirnir eru framleiddir af Háskóla Íslands fyrir RÚV. Þættirnir er langviðamesta verkefnið sem Háskóli Íslands hefur tekist á hendur til að miðla vísindum til almennings en sú áhersla hefur orðið æ meira áberandi í starfi háskóla hérlendis á undanförnum árum.