Hoppa yfir valmynd
26. febrúar 2016 Innviðaráðuneytið

Drög að lagafrumvörpum um farþegaflutninga og farmflutninga á landi til umsagnar

Drög að lagafrumvörpum er varða annars vegar farþegaflutninga á landi í atvinnuskyniog hins vegar farmflutninga eru nú til umsagnar hjá innanríkisáðuneytinu. Tekur annað frumvarpið fyrst og fremst til farþegaflutninga annarra en leigubifreiðaaksturs en hitt frumvarpið tekur til farmflutninga. Miða frumvörpin að því að leysa af hólmi núgildandi lög um fólksflutninga og farmflutninga á landi. Unnt er að senda ráðuneytinu umsagnir um drögin til og með 3. mars næstkomandi og skulu þær berast á netfangið [email protected].

Markmiðið með endurskoðun laga um farþegaflutninga á landi í atvinnuskyni er að samræma og skapa sem heildstæðasta umgjörð um þennan málaflokk sem taki meðal annars mið af alþjóðlegri þróun á undanförnum árum og þörfum samfélagsins með tilliti til hagkvæmni og skilvirkni. Gert var ráð fyrir því í upphafi að í frumvarpinu yrði fjallað um leigubifreiðaakstur og frumvarpið myndi leysa af hólmi lög um leigubifreiðar nr. 134/2001. Ákveðið var að falla frá þeirri hugmynd og hafa því öll ákvæði er snúa að leigubifreiðaakstri verið felld úr frumvarpinu og gert ráð fyrir að áfram gildi lög um leigubifreiðaakstur. Frumvörpin eru að öðru leyti svipuð frumvörpum sem lögð voru fram á síðasta þingi en kaflinn um eftirlit hefur verið lagaður að þeirri breytingu að eftirlitið hefur verið fært frá Samgöngustofu til lögreglu. Einnig var brugðist við ábendingum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og skerpt á ákvæði um reglubundna farþegaflutninga.

Þá var ákveðið við vinnslu frumvarpsins um farmflutninga að skýrara væri að leggja fram frumvarp til nýrra laga um farmflutninga á landi frekar en að leggja til breytingar á núgildandi lögum um fólksflutninga og farmflutninga á landi, nr. 73/2001.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta