Hoppa yfir valmynd
26. febrúar 2016 Innviðaráðuneytið

Drög að breytingu á reglugerð um aksturs- og hvíldartíma ökumanna til umsagnar

Drög að breytingu á reglugerð um aksturs- og hvíldartíma ökumanna og fleira er nú til umsagnar hjá innanríkisráðuneytinu. Unnt er að senda ráðuneytinu athugasemdir til og með 11. mars næstkomandi og skulu þær sendar á netfangið [email protected].

Breytingin tekur til 20. gr. reglugerðar um aksturs- og hvíldartíma ökumanna, ökurita og eftirlit, nr. 605/2010, þar sem fjallað er um undanþágur til tiltekins flutnings. Í g-lið greinarinnar er meðal annars tilgreint að flutningur með bifreið til viðhalds á vegum og eftirlits sé undanþeginn ákvæðum reglugerðarinnar.

Vegagerðin hefur litið svo á að vetrarþjónusta, t.d. snjómokstur, félli ekki undir umrædda undanþágu og hafa útboð Vegagerðarinnar byggst á því að hvíldartímareglur reglugerðarinnar séu virtar. Samtök iðnaðarins og Samtök atvinnulífsins hafa vakið athygli ráðuneytisins á því að á hinum Norðurlöndunum eru snjómokstur og hálkuvarnir talin falla undir viðhald á vegum og þar með undanþáguákvæði reglugerðarinnar. Því til stuðnings er vísað til dóms Evrópudómstólsins frá 14. mars 2014 í máli C-222/12 en í forsendum dómsins er meðal annars vikið að snjóruðningi og hálkuvörnum. Því er umrædd breyting nú lögð til.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta