Hoppa yfir valmynd
23. febrúar 2012 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Atvinnutorg fyrir ungt fólk opnað í Hafnarfirði

Frá undirritun samnings um atvinnutorg í Hafnarfirði
Frá undirritun samnings um atvinnutorg í Hafnarfirði

Ungu fólki sem hvorki er í námi né vinnu gefst kostur á einstaklingsmiðaðri atvinnutengdri ráðgjöf og stuðningi til að styrkja stöðu sína á vinnumarkaði hjá nýju atvinnutorgi í Hafnarfirði. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra, Guðmundur Rúnar Árnason bæjarstjóri og Gissur Pétursson forstjóri Vinnumálastofnunar undirrituðu samstarfssamning um verkefnið í dag. 

Markmiðið er að vinna með ungu fólki, yngra en 25 ára, sem hvorki er í námi né vinnu og aðstoða  það við að finna vinnu eða komast í starfsþjálfun. Áhersla verður í upphafi lögð á starfsþjálfun ungmenna sem þiggja  framfærslustyrk hjá Hafnarfjarðarbæ en verkefnið er einnig ætlað ungmennum 16-18 ára sem eiga engan bótarétt auk þeirra ungmenna sem lengi hafa verið á atvinnuleysisbótum og eru að missa bótarétt sinn eftir að hafa verið í fjögur ár án atvinnu.

Í síðustu viku voru opnuð sambærileg atvinnutorg fyrir ungt fólk í Reykjavík og á Reykjanesi. Verkefni um atvinnutorg markar tímamót þar sem boðin eru úrræði fyrir ungt fólk án tillits til réttinda þess innan atvinnuleysistryggingakerfisins.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta