Hoppa yfir valmynd
21. apríl 2009 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Félagsmálaráðherra styrkir SÁÁ

Styrkveiting til SÁÁ
Styrkveiting til SÁÁ

Ásta R. Jóhannesdóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, styrkti í dag SÁÁ til að koma upp eftirmeðferðarstarfi fyrir ungmenni að 18 ára aldri sem eru að koma úr áfengis- eða vímuefnameðferð. Barnaverndarstofu er falið að fylgjast með verkefninu og meta árangur þess. Féð á einnig að nota til að koma upp tengslaneti þeirra sem vinna að forvörnum og til að safna saman upplýsingum um öll úrræði á sviði forvarnamála.

Ráðherra sagði við afhendingu styrksins að starf SÁÁ hefði skipt íslenskt samfélag miklu máli. Hún sagðist vona að hann yrði til þess að „að efla stuðning við ungmenni sem eru nýkomin úr meðferð því hann hefur sárlega vantað. Ungmenni sem leiðst hafa út í neyslu eru líklegri til að eiga við vímuvanda að stríða á fullorðinsaldri ef ekkert er að gert.“

Styrkurinn sem nemur 10 milljónum króna er tekinn af fjárveitingu félags- og tryggingamálaráðuneytisins til vímuvarna og er í samræmi við aðgerðaáætlun ríkistjórnarinnar í þágu barna og ungmenna frá 2007. Hún miðar að því að styrkja stöðu barna og ungmenna með markvissum aðgerðum í þágu barna og barnafjölskyldna. Sambærilegir styrkir voru fyrr á árinu veittir til Foreldrahúss/Vímulausrar æsku og til Fjölskyldumiðstöðvar sem sinnt hafa virku og öflugu forvarnastarfi í þágu barna og ungmenna.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta