Hoppa yfir valmynd
25. nóvember 2019

Þórður Ægir afhendir trúnaðarbréf hjá Efnavopnastofnuninni í Haag

Þórður Ægir og Fernando Arias - myndThe Organisation for the Prohibition of Chemical Weapons (OPCW)

Þórður Ægir Óskarsson afhenti Fernando Arias, aðalframkvæmdastjóra Efnavopnastofnunarinnar í Haag, trúnaðarbréf sitt sem fastafulltrúi Íslands gagnvart stofnuninni. Efnavopnastofnunin sér um framkvæmd á samningi um bann við þróun, framleiðslu, söfnun og notkun efnavopna. Þetta er einn víðtækasti og árangursríkasti samningur, sem gerður hefur verið á sviði afvopnunar.  Á fundi aðalframkvæmdastjóra og fastafulltrúa var m.a. rædd innleiðing Íslands á ákvæðum samningsins og samstarf þar að lútandi. Ræddu þeir einnig þær áskoranir, sem samningsríkin stæðu frammi fyrir vegna beitingu efnavopna á undanförnum árum, m.a. í Sýrlandi og Bretlandi. Eftir allan þann árangur, sem náðst hefur með samningnum með eyðingu yfir 97% efnavopnabirgða heimsins standa 193 aðildarríki samningsins frammi fyrir nýjum áskorunum vegna fyrrnefndra atvika.

Þá voru þeir Þórður Ægir og Arias sammála um mikilvægi þess að fá Íslendinga til starfa við stofnunina.

Myndir: The Organisation for the Prohibition of Chemical Weapons (OPCW)

  • Þórður Ægir og Fernando Arias (Mynd: OPCW) - mynd
  • Þórður Ægir og Fernando Arias (Mynd: OPCW) - mynd
  • (Mynd: OPCW) - mynd
  • Þórður Ægir Óskarsson, sendiherra (Mynd: OPCW) - mynd
  • Þórður Ægir og Fernando Arias (Mynd: OPCW) - mynd
  • (Mynd: OPCW) - mynd
  • Þórður Ægir og Fernando Arias (Mynd: OPCW) - mynd

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta