Eins og tilkynnt hefur verið um, hafa viðræður staðið yfir milli Icelandair Group og íslenskra stjórnvalda í samvinnu við viðskiptabanka félagsins, Íslandsbanka og Landsbankann, um útfærslu á lánalínu með ríkisábyrgð til félagsins. Íslensk stjórnvöld hafa nú ákveðið að veita félaginu slíka ábyrgð á lánalínu að fjárhæð allt að 120 milljónir bandaríkjadala (um 16,5 ma.kr. á núverandi gengi). Ábyrgðin er háð því að samþykki náist milli aðila um skilmála hennar, samþykki Alþingis og að félagið nái markmiðum sínum um öflun nýs hlutafjár.