Hoppa yfir valmynd
8. júní 2018 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

S&P staðfestir óbreyttar A/A-1 lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs með stöðugum horfum

Matsfyrirtækið S&P Global staðfesti í dag A/A-1 lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs fyrir langtíma- og skammtímaskuldir í innlendum og erlendum gjaldmiðlum með stöðugum horfum. Að sögn matsfyrirtækisins endurspeglar þessi einkunn sterkt stofnanaumhverfi og árangursríka stefnumótun, tiltölulega lága hreina skuldastöðu hins opinbera sem nemur um 30% af landsframleiðslu og háar þjóðartekjur á mann. Matsfyrirtækið telur næmi hagkerfisins fyrir þróun í ytra umhverfi og sveiflukennt efnahagslíf hafa hamlandi áhrif á lánshæfiseinkunnir auk hættunnar á ofhitnun hagkerfisins.

Stöðugar horfur endurspegla það mat S&P að á móti hættunni á ofhitnun hagkerfisins vegi möguleikinn á hraðari bata efnahagsreikninga hins opinbera og þjóðarbúsins á komandi árum.

Álit S&P


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta