Uppbygging - refsing: andstæður?
Uppbygging - refsing: andstæður? er yfirskrift ráðstefnu um þjónustu við fanga sem haldin verður á Hótel Örk þann 15. apríl. Þar verður þjónusta við fanga skoðuð út frá mismunandi sjónarhornum, s.s. frá geðlæknisfræði, sálarfræði og félagsráðgjöf og verður lögð áhersla á mikilvægi samvinnu allra hlutaðeigandi sérfræðinga sem að málefnum fanga koma. Kynnt verður hollenska verkefnið „Exodus“ sem miðar að því að veita föngum aðstoð til að aðlagast samfélaginu á nýjan leik að afplánun lokinni. Að ráðstefnunni standa landlæknisembættið, Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi, Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, Fangelsismálastofnun ríkisins og Velferðarsvið Reykjavíkuborgar. boða til ráðstefnu um þjónustu við fanga á Hótel Örk í Hveragerði þann 15. apríl 2005, frá kl. 9.00-16.00. Dagskrá ráðstefnunnar ásamt upplýsingum um tilhögun skráningar má nálgast á heimasíðu landlæknis.
Nánar...