Embætti skrifstofustjóra skrifstofu vísinda og háskóla
Skrifstofa vísinda og háskóla fjallar um málefni háskólastigsins og annast almenna stjórnsýslu á sviði vísinda, rannsókna- og nýsköpunar. Hún undirbýr mótun stefnu í málefnum háskóla og hefur umsjón með framkvæmd hennar. Á skrifstofunni fer fram undirbúningur og ráðgjöf vegna stefnumótunar á vegum Vísinda- og tækniráðs. Skrifstofa vísinda og háskóla hefur umsjón með starfi Vísinda- og tækniráðs og vísindanefndar og annast samþættingu vísinda, rannsókna og nýsköpunar við mótun og framkvæmd menntastefnu.
- Skrifstofustjóri ber ábyrgð á daglegri starfsemi skrifstofu vísinda og háskóla og hefur yfirsýn yfir málefni og verkefni sem undir skrifstofuna heyra.
- Hann tekur þátt í stefnumörkun með yfirstjórn ráðuneytisins og í samningu lagafrumvarpa og reglugerða og tekur einnig þátt í alþjóðlegu samstarfi.
- Æskilegt er að nýr skrifstofustjóri geti hafið störf 1. janúar 2010. Um laun og önnur starfskjör skrifstofustjóra fer samkvæmt ákvörðunum kjararáðs, sbr. lög um kjararáð nr. 47/2006.
- Umsækjendur skulu hafa lokið háskólaprófi og geta sýnt frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
- Þeir skulu einnig hafa hæfni í mannlegum samskiptum, leiðtogahæfileika, þekkingu á sviði opinberrar stjórnsýslu og á málaflokkum er tengjast vísinda og háskólamálum.
- Reynsla af stjórnun er æskileg og gott vald á talaðri og ritaðri íslensku.
- Góð kunnátta í ensku er skilyrði og kunnátta í einu Norðurlandamáli nauðsynleg.
Nánari upplýsingar veitir Kristín Jónsdóttir, skrifstofustjóri upplýsinga og þjónustusviðs. Umsóknarfrestur er til föstudagsins 18. desember nk.