Hoppa yfir valmynd
18. desember 2015 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Nýsköpun í atvinnumálum fatlaðs fólks í Hafnarfirði

Handverk hafnfirskra Geitunga
Handverk hafnfirskra Geitunga

Vinnumálastofnun og Hafnarfjarðarbær hófu samstarf í haust um verkefni sem hefur m.a. að markmiði að stuðla að nýsköpun í atvinnumálum fatlaðs fólks. Velferðarráðuneytið styrkir verkefnið um 5 milljónir króna á grundvelli framkvæmdaáætlunar í málefnum fatlaðs fólks.

Markmið verkefnisins er að auka nýsköpunar- og frumkvöðlastarf meðal fatlaðs fólks með  gildisaukandi félagslegu hlutverki í starfi og vinna þannig að breyttu viðhorfi samfélagsins til fatlaðs fólks. Að auka vald fatlaðs fólks yfir eigin lífi með því að hafa val, vera þátttakendur á vinnumarkaði og hafa áhrif á eigið líf. Að auka sveigjanleika í þjónustu við fatlað fólk varðandi atvinnu og félagslega virkni og að fatlað fólk fái tækifæri til fullrar þátttöku á eigin forsendum.

Verkefnið fékk nafnið Geitungarnir og var nafnið valið af notendum þjónustunnar á þeirra fyrsta fundi. Fjögur ungmenni sem byrjuðu í úrræðinu og eru þau nú orðin sex en von er á tveimur til viðbótar eftir áramót. Allt eru þetta ungmenni sem hafa ný lokið framhaldsskóla en vinnutími þeirra er frá  kl.9 til kl. 12.

Á haustönn hafa ungmennin fengið starfsþjálfun í Samkaupum og Byko þrjá daga í viku og verið tvo daga  í Ungmennahúsi Hafnarfjarðar í vinnu við ýmis nýsköpunarverkefni. Einnig hafa ungmennin fengið fræðslu bæði frá  Rauða krossinum sem kynnti m.a. verkefni á sviði sjálfboðaliðastarfa og frá Íslandsbanka sem var með fræðslu um fjármál.  

Nýsköpunarvinnan fól í sér að búa til söluvörur sem hægt væri að selja á opnu húsi og í Jólaþorpi Hafnarfjarðar helgarnar 3.- 5. des og 12. - 13. desember. Einnig var gerð tilraun með opið kaffihús í einn dag og komu hátt í 60 manns í kaffi.  Einn ungur maður hefur haldið úti bloggi og skrifaði fréttir af Geitungunum á Facebook síðu hópsins. Hann hefur verið gerður að upplýsingastjóra hópsins og er í sambandi við Fjarðarpóstinn þegar eitthvað stendur til hjá Geitungunum.

Eftir áramót verður aukin áhersla lögð á atvinnuþátttöku út á almennum vinnumarkaði  og fræðslu í formi fyrirlestra og spjalls. Einnig er stefnt á að endurtaka kaffihúsatilraunina og jafnvel að selja súpu í hádeginu.

Fleiri fyrirtæki eru tilbúin til samstarfs eftir áramót með starfsþjálfun fyrir ungmennin. Ýmis konar fræðsla er komin á dagskrá á vorönn sem fjallar um heilsulæsi, sjálfsvitund og sjálfsstyrkingu.

Verið er að skoða möguleikann á að sækja um ungmennaskipti fyrir hópinn hjá Evrópu Unga fólksins með það í huga að skoða áhugaverð vinnuúrræði í Danmörku eða Svíþjóð  og fá þannig nýjar hugmyndir og innblástur fyrir starfið.

Varningurinn seldur í jólaþorpinu

                                                                     

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta