Samstarfssamningur um stöðu jafnréttisfulltrúa í Nýju-Delhí.
Sendiráðið í Delhí hafði forgöngu um að gerður yrði samstarfssamningur milli svæðisskrifstofu UNESCO í Suður-Asíu, sem staðsett er í Delhí, og GRÓ þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu um stöðu jafnréttissérfræðings. Sérfræðingurinn mun starfa í tólf mánuði í Nýju-Delhí og styðja við starf UNESCO að jafnréttismálum í umdæmi svæðisskrifstofunnar (Indland, Bútan, Maldíveyjar, Nepal og Sri Lanka).
Af þessu tilefni stóð sendiráðið fyrir samkomu með UNESCO-skrifstofunni 23. febrúar 2024 og ávörpuðu hana m. a. Tim Curtis yfirmaður skrifstofunnar og Martin Eyjólfsson ráðuneytisstjóri.