Nefndarálit velferðarnefndar um frumvarp til laga um Aðbúnað og hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og málefni fatlaðs fólks er nú komið á vef Alþingis
Í frumvarpinu er lagt að ráðherra verði heimilt að setja reglugerð gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Lagðar eru til breytingar varðandi samskipti Vinnueftirlits ríkisins og atvinnurekenda. Lagt er til að kveðið verði á um tímabundna heimild til undanþágu frá hvíldartíma og næturvinnutíma vegna þeirra starfsmanna sem starfa við notendastýrða persónulega aðstoð (NPA).
Jafnframt er lagt til að gildistími ákvæðis til bráðabirgða varðandi samstarfsverkefni um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) verði framlengdur til ársloka 2016.