Hoppa yfir valmynd
20. apríl 2015 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Embætti ríkissáttasemjara laust til umsóknar

Auglýsingin á vef Starfatorgs

Embætti ríkissáttasemjara sem starfar á grundvelli laga nr. 80/1938, um stéttarfélög og vinnudeilur, með síðari breytingum, er laust til umsóknar. Skipað er í embættið til fimm ára, frá 1. júní 2015. Skrifstofa embættisins er í Reykjavík.

Ríkissáttasemjari annast sáttastörf í vinnudeilum milli launafólks og félaga þess annars vegar og atvinnurekenda og félaga þeirra hins vegar. Skal þess því gætt að afstaða hans sé slík að telja megi hann óvilhallan í málum launafólks og atvinnurekenda, sbr. 1. mgr. 20. gr. laga um stéttarfélög og vinnudeilur. Enn fremur er lögð áhersla á forystuhæfileika og hæfni í mannlegum samskiptum.

Ráðuneytið hvetur konur jafnt sem karla til að sækja um embættið.

Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsferil skulu berast velferðarráðuneytinu, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu, 101 Reykjavík eða á [email protected]. Umsóknarfrestur er til og með 3. maí 2015. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun í embættið hefur verið tekin. Um laun og starfskjör ríkissáttasemjara fer eftir ákvörðun kjararáðs, sbr. lög um kjararáð nr. 47/2006.

Umsóknir um embætti ríkissáttasemjara verða metnar af sérstakri ráðgefandi hæfnisnefnd sem félags- og húsnæðismálaráðherra skipar.

Nánari upplýsingar veita Anna Lilja Gunnarsdóttir, ráðuneytisstjóri, [email protected] eða Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, skrifstofustjóri skrifstofu lífskjara og vinnumála, [email protected].

Velferðarráðuneytinu, 16. apríl 2015

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta