Skýrsla eftirlitsnefndar með framkvæmd viðbótar- og stuðningslána
Eftirlitsnefnd með framkvæmd viðbótar- og stuðningslána sem skipuð var af fjármála- og efnahagsráðherra í vor hefur nú skilaði sinni fyrstu skýrslu. Eftirlitsnefndinni er ætlað að hafa almennt eftirlit með framkvæmd lánveitinga til fyrirtækja sem orðið hafa fyrir verulegu tekjutapi vegna heimsfaraldurs kórónuveiru og skal hún skila fjármála- og efnahagsráðherra skýrslu um framkvæmdina á sex mánaða fresti.
Í ábendingum nefndarinnar í skýrslunni kemur m.a. fram að hún bendi á þann möguleika að framlengja ríkisábyrgð vegna viðbótarlána og stuðningslána inn í árið 2021. Er þegar unnið að þessu eins og fram kom hjá fjármála- og efnahagsráðherra þegar hann kynnti viðspyrnuaðgerðir stjórnvalda 20. nóvember sl.