Hoppa yfir valmynd
23. júní 2020

Ísland ítrekar stuðning við traustvekjandi aðgerðir á hernaðarsviðinu.

Á upphafsfundi árlegrar endurskoðunarráðstefnu ÖSE um öryggismál (ASRC) 23. júní, ítrekaði Guðni Bragason fastafulltrúi stuðning Íslands við traustvekjandi aðgerðir á hernaðarsviðinu (CSBMs) og hvatti aðildarríki, til að framkvæma ákvæði samningsins um takmörkun hefðbundinna vopna í Evrópu (CFE) og fara að ákvæðum Samningsins um opna lofthelgi (OST). Samningarnir skiptu miklu máli fyrir öryggi á Evrópu-Atlantshafssvæðinu, sagði fastafulltrúinn og hvatti aðildarríki, til að vinna saman að endurskoðun á Vínarskjalin og taka þátt í umræðum um takmörkun vígbúnaðar (Structured Dialogue). Fastafulltrúinn sagði ÖSE heppilegan vettvang til að ræða fjölþátta ógnir vegna hinnar heildstæðu öryggishugmyndar stofnunarinnar. 

Ræða fastafulltrúa, 23. júní 2020.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta