Föstudagspóstur 15. desember 2023
Heil og sæl,
Nú er rétti tíminn til að fylla ísskápinn af feitum ostum og gröfnum laxi. Ef börn eru á heimilinu má gjarnan láta þau rífa sig á lappir fyrir allar aldir til að sjá hvaða fjársjóði jólasveinn næturinnar skildi eftir sig í litlum skó í glugga, skríða svo aftur undir hlýja sæng og leyfa þeim að leika sér að fengnum þangað til fótaferðin verður ekki umflúin eina sekúndu í viðbót. Aðventan er frábær tími til að þakka fyrir öryggi og allsnægtir og halda áfram að hlúa að því sem skiptir máli til að fleiri geti notið sömu lífsgæða og til þess að við glötum ekki þessu sem við höfum lagt svo hart að okkur að eignast.
Átökin fyrir botni Miðjarðarhafs halda áfram að lita líf okkar í utanríkisþjónustunni eins og sennilega flestra sem hafa aðgang að fréttum af svæðinu. Í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna var kallað eftir tafalausu vopnahléi á Gaza af mannúðarástæðum. Íslands kaus með ályktuninni og var meðflytjandi að henni.
„Þetta er mikilvægur áfangi og við hljótum að bera von í brjósti um að hann sé skref í átt að friði. Raunir almennra borgara eru óbærilegar og grundvallaratriði að sátt náist um vopnahlé af mannúðarástæðum, óhindrað aðgengi neyðaraðstoðar og tafarlausa lausn gísla Hamas. Afstaða Íslands á allsherjarþinginu í kvöld er í samræmi við skýran málflutning okkar frá upphafi í þessum efnum,“ sagði Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra af tilefninu.
The civilian death toll is unacceptable. All parties must adhere to international humanitarian law. The cycle of violence must stop. - 🇮🇸 PR @jvaltysson during #UNGA #ESS10 where #Iceland voted in favor of an immediate humanitarian ceasefire in #Gaza
— Iceland at UN 🇮🇸 (@IcelandUN) December 12, 2023
👉https://t.co/j17rCuCCsK pic.twitter.com/d7rKWts2Yt
Í lok síðustu viku studdi Ísland, ásamt hinum Norðurlöndunum, ákvörðun aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna Antonio Guterres um að virkja 99. grein sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Er það einungis í annað skipti í sögunni sem greinin er virkjuð en hún felur í sér að aðalframkvæmdastjórinn geti tilkynnt öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um málefni sem hann telur ógna alþjóðlegum friði og öryggi. Í þessu tilfelli hvatti Guterres öryggisráðið til þess að krefjast tafarlauss vopnahlés á Gaza, að almennum borgurum yrði hlíft við auknum skaða og varaði við því að algjört hrun mannúðarkerfisins á Gaza gæti hugsanlega haft óafturkræfar afleiðingar fyrir Palestínumenn í heild og frið og öryggi á svæðinu.
#Iceland along with the #Nordic countries fully supports UNSG @antonioguterres's appeal for a decisive action by #UNSC. Invoking Art.99 is an imperative response to the catastrophic humanitarian situation in #Gaza & the impending risk of collapse of the humanitarian system there. pic.twitter.com/GHs7LI6xAI
— Iceland at UN 🇮🇸 (@IcelandUN) December 8, 2023
Málefni Úkraínu halda líka áfram að vega þungt og voru meðal helstu mála, auk mannúðarkrísunnar á Gaza svæðinu, sem voru rædd á fjarfundi utanríkisráðherra Norðurlandanna sem fór fram á miðvikudag.Um var að ræða síðasta fund ársins í norrænu samstarfi utanríkisráðherranna og jafnframt þann síðasta í formennskutíð Íslands, sem hefur haldið utan um samstarfið frá 1. janúar. Svíþjóð tekur við keflinu um áramótin.
Frá því að Rússland hóf innrásarstríð sitt hefur stuðningur Norðurlandanna við Úkraínu verið afgerandi, bæði á sviði varnarmála sem og í formi efnahags- og mannúðarstuðnings. Norðurlöndin undirstrikuðu enn á ný óbilandi stuðning sinn við Úkraínu og mikilvægi þess að áfram ríki einhugur meðal bandalagsríkja um stuðning til handa úkraínsku þjóðinni.
Í vikunni var líka sagt frá því á stjórnarráðsvefnum að nú í desember leggur Ísland til tvo borgaralega sérfræðinga í upplýsingamiðlun til að styðja við virkjun viðbragðsáætlunar sameiginlegu viðbragðssveitarinnar Joint Expeditionary Force (JEF). Viðbragðsáætlunin snýst um að auka eftirlit með þjóðhagslega mikilvægum neðansjávarinnviðum í Norður-Evrópu. Þetta aukna eftirlit og viðvera kemur til viðbótar aðgerðum Atlantshafsbandalagsins sem einnig sinnir sambærilegum verkefnum á Eystrasaltssvæðinu.
Ísland tók á dögunum þátt í árlegri samningaráðstefnu Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO) þar sem tilgangurinn var að auka markaðsaðgang fyrir íslensk fyrirtæki í flugrekstri með gerð tvíhliða samninga varðandi farþegaflug, farmflug, leiguflug og leigu á flugvélum með áhöfn. Flugiðnaðurinn er ein mikilvægasta atvinnugrein landsins og eru loftferðasamningar forsenda fyrir starfsemi fyrirtækjanna erlendis.
Vatns- og hreinlætisverkefni UNICEF í samstarfi við stjórnvöld á Íslandi og Bretlandi veitir hálfri milljón íbúa Síerra Leóne aðgang að hreinu vatni. Innlendi fréttamiðillinn Sierraloaded segir í umfjöllun um verkefnið að samstarfið sé til marks um þann góða árangur sem náðst hefur með alþjóðlegri samvinnu og einbeittum aðgerðum til sjálfbærrar þróunar, einkum á mikilvægu sviði eins og aðgengi að vatni og bættu hreinlæti.
Og þá eru það fréttir af útvörðum Íslands í sendiráðum, aðalræðisskrifstofum og fastanefndum okkar víða um heim.
Í tólfta sinn var „Aðventa“ Gunnars Gunnarssonar lesin í Felleshus í Berlín, þar af einu sinni sem upptaka vegna heimsfaraldurs. Staðgengill sendiherra bauð gesti velkomna en viðburðurinn var uppbókaður sem fyrr. Verkefnið er unnið í samstarfi við Skriðuklaustur og sama dag, annan í aðventu, var „Aðventa“ lesin í báðum Gunnarshúsum á Íslandi. Berlín er eini staðurinn þar sem lesturinn fer fram á erlendu tungumáli og er svo vinsæll að margir koma á hverju ári til að eiga þessa fallegu stund sem leikarinn Matthias Scherwenikas skapar með lestri sínum.
Sendiherra Íslands í Þýskalandi María Erla Marelsdóttir, ásamt samstarfsfólki í sendiráði Íslands í Berlín sóttu í vikunni vinnustofu þar sem gervigreind var til umfjöllunar.
Sendiherra opnaði jafnframt viðburð norrænu sendiráðanna, sem haldinn var í samstarfi við þýsku norðurslóðastofnunina Alfred-Wegener-Institut með stuðningi norrænu ráðherranefndinnar. Markmið viðburðarins var að gefa innsýn í nútímaleg samfélög á norðurslóðum sem takast á við þær áskoranir sem að þeim steðja með nýsköpun og hugviti.
Í Brussel fór fram fundur í samstarfi Norðurlanda, Eystrasaltsríkjanna og Póllands í upplýsingamálum. Hópurinn fellur undir Norrænu ráðherranefndina um atvinnumál og honum er ætlað að skiptast á og miðla upplýsingum um strauma og stefnur á sviði vinnumarkaðar og atvinnumála í löndunum og fylgjast með því sem efst er á baugi hjá ESB í þessum málaflokkum, auk þess að viðhalda tengslum og þar með friðsamlegum samskiptum milli landanna.
Sendiherra Íslands í Finnlandi Harald Aspelund heimsótti skrifstofur NATO í Litháen.
Litháen var ekki eina Eystrasaltsríkið sem kom við sögu hjá Harald í vikunni. Hann var líka gestur á viðburði um varnarmál sem haldinn var hjá sendiráði Eistlands í Helsinki.
Sendiráðsstarfsfólk Íslands í Malaví hélt upp á 75 ára afmæli mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna með pompi og prakt ásamt forseta landsins H.E. Dr. Lazarus McCarthy Chakwera en samstarf Íslands og Mannréttindastofnunar Malaví er afar mikilvægur hluti af samsvinnu landanna tveggja.
Fundur Indlands og EFTA-ríkjanna um fríverslun fór fram í Delhí með þátttöku staðgengils sendiherra á staðnum Kristínar Önnu Tryggvadóttur og fleiri góðra fulltrúa Íslands.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í Osló þar sem hún tók þátt í leiðtogafundi Norðurlandanna með Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu. Gestgjafi fundarins var Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, en aðrir þátttakendur voru Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, Sauli Niinistö, forseti Finnlands, og Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar. Í sameiginlegri yfirlýsingu fundarins heita norrænu leiðtogarnir áframhaldandi órofa stuðningi við Úkraínu.
Staða efnahagslífsins í Svíþjóð og heiminum öllum var til umræðu á fundi Bryndísar Kjartansdóttur með norrænum sendiherrum og fjármálaráðherra Svíþjóðar Elisabeth Svantesson.
Ísland var meðal landa sem kynnt var á móttöku hjá sendiráði Evrópusambandsins í Tókýó.
Bergdís Ellertsdóttir sendiherra Íslands í Bandaríkjunum var með erindi á árlegum viðburði George Washington háskóla á vegum Walter Roberts stofunarinnar. Yfirskrift viðburðarins var Climate Diplomacy: Communicating with Urgency og fjallaði sendiherra um alþjóðlegar áskoranir í loftslagsmálum, stöðuna á norðurskautssvæðinu og þá góðu sögu sem Ísland hefur að segja þegar kemur að endurnýjanlegri orku og grænum lausnum.
🌍🇮🇸 Ambassador Bergdís Ellertsdóttir participated in the 2023 Walter Roberts Annual Lecture at @IPDGC. Discussing Iceland's vital role in global climate talks & #Arctic dynamics, she shared Iceland‘s challenges & success stories. An important discussion! #ClimateDiplomacy pic.twitter.com/iMysnPfE55
— Iceland in US 🇮🇸 (@IcelandInUS) December 13, 2023
Starfsfólk sendiráðs Íslands í Washington heimsótti þjóðskjalasafn Bandaríkjanna. Kara S. Blond, þjóðaskjalavörður tók á móti hópnum, en hún er fyrsta konan sem gegnir því embætti í Bandaríkjunum. Heimsóknin var mjög áhugaverð og höfðu starfsmenn skjalasafnsins tekið saman ýmis skjöl tengd sögu Íslands og Bandaríkjanna sem fjölluðu meðal annars um sjálfstæði Íslands, varnarsamning ríkjanna og Marshalláætlunina.
Þá tók Bergdís Ellertsdóttir sendiherra þátt í kvöldverði með öldungadeildarþingmanninum Lindsey Graham ásamt hinum sendiherrum Norðurlandanna í Washington DC. Umræður snerust um hin ýmsu málefni líðandi stundar meðal annars um stöðuna í Úkraínu, innanlandspólitík í Bandaríkjunum og Mið-Austurlönd.
A very interesting discussion on the many pressing issues of the day.
— Bergdís Ellertsdóttir (@BEllertsdottir) December 13, 2023
Thank you @DKambUSA for hosting and Senator @LindseyGrahamSC for taking the time to share your views with the #Nordics 🇺🇸🇩🇰🇮🇸🇳🇴🇫🇮🇸🇪 https://t.co/oz7QhYpRV0
Jólin eru á næsta leyti. Starfsfólk sendiráðs Íslands í Póllandi veit það vel og hefur af því tilefni tekið saman lagalista þar sem íslenskir listamenn flytja hugljúf jólalög.
Í Varsjá fór fram útgáfuhóf til að fagna útgáfu nokkurra smásagna á tungumálum Norðurlanda, þar á meðal íslensku, sem þýddar hafa verið á pólsku.
Tólfta Norðurljósahátíðin, sem ætlað er að vekja áhuga og athygli á menningarsvæðum norðurskautsins, þeirra á meðal Íslandi, fer þessa dagana fram í Płock í Póllandi.
Unnur Orradóttir Ramette sendiherra Íslands í Frakklandi átti fund með tveimur mögnuðum konum sem hafa umsjón með fleiri milljarða fjárfestingum í íslensku fyrirtækjunum Mílu og Verne Global, þeim Marion Calcine og Pauline Thomson.
Met these powerful ladies Marion Calcine Chief Invstmt Officer @Ardian_infra 🇫🇷 and Pauline Thomson Director Infra Funds who supervise ISK 145 b investments in 🇮🇸 #Mila fiber cable and @VernGlobal #DataCenter platform. Committed to long-term value & relations and sustainability pic.twitter.com/DSlPrJFvpx
— Unnur Orradottir (@UOrradottir) December 15, 2023
Samstarfssamningur um menntamál milli Íslands og Spánar var undirritaður í Madríd í vikunni.
Exciting news 👉 Iceland and Spain are teaming up in the field of education and the promotion of the Spanish language in Iceland. Permanent secretaries of education of both countries met this week in Madrid to sign a MoU on education cooperation 🇪🇸🇮🇸📚.https://t.co/tZHoHbSZ05 pic.twitter.com/NjPUHYHSEi
— L’Islande à Paris 🇮🇸 (@IcelandinParis) December 15, 2023
Hlynur Guðjónsson sendiherra Íslands í Kanada naut Lúsíuhátíðarinnar í boði sænska sendiráðsins í Ottawa.
Wonderful Saint Lucia @SwedeninCAN last night. Used to experience the event at the @AmScanSociety in NYC and it’s become a part of Christmas for us. pic.twitter.com/9J1DjlDrrR
— Hlynur Gudjonsson (@HlynurGudjons) December 14, 2023
Stefán Haukur Jóhannesson sendiherra Íslands í Japan tók þátt í norðurslóðasamstarfi í Busan í Suður-Kóreu í vikunni.
Participated in #ArcticPartnershipWeek 2023 in #Busan 🇰🇷. The impact of Arctic changes is felt even 6,000 km away in 🇰🇷emphasizing the global urgency. Congrats to South Korea's 10-year anniversary as @ArcticCouncil observer addressing climate change & environmental conservation pic.twitter.com/1YcvCMT6cD
— Stefan H Johannesson (@stefanhaukurj) December 13, 2023
Þá er gott að láta þess getið sem víðast að sendiherra Íslands í Finnlandi Harald Aspelund verður til viðtals hjá Íslandsstofu mánudaginn 18. desember eftir hádegi. Fundirnir eru ætlaðir þeim sem vilja ræða viðskiptamöguleika, menningartengd verkefni og önnur hagsmunamál þar sem sendiherrann getur orðið að liði. Auk Finnlands eru Eistland, Lettland og Litháen í umdæmi sendiráðsins.
16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi lauk á 75 ára afmæli mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna síðastliðinn sunnudag. Íslenskar sendiskrifstofur halda þó áfram að standa vaktina í málsvarastarfi gegn kynbundnu ofbeldi árið um kring því baráttunni er því miður hvergi nærri lokið.
Although the #16Days campaign is now over, our fight continues.
— MFA Iceland 🇮🇸 (@MFAIceland) December 11, 2023
Sexual violence is still being used as a weapon of war and the most recent accounts from the 7 October terror attack are horrifying. Iceland condemns all sexual and gender-based violence. pic.twitter.com/1OT0MwZx9q
Þá er ekkert eftir annað en að óska ykkur góðrar helgar.
Upplýsingadeild.