Hoppa yfir valmynd
5. febrúar 2021 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Sjálfstæð innlend mannréttindastofnun í bígerð

Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að skipa starfshóp til að útfæra hugmyndir um sjálfstæða innlenda mannréttindastofnun, sem uppfyllir Parísarviðmið Sameinuðu þjóðanna um slíkar stofnanir á Íslandi. Tilvist slíkrar stofnunar er nauðsynleg til þess að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar Íslands á sviði mannréttinda og er forsenda þess að mögulegt sé að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Gert er ráð fyrir að fulltrúi dómsmálaráðuneytisins fari með formennsku í hópnum en forsætisráðuneyti, félagsmálaráðuneyti og fjármála- og efnahagsráðuneyti tilnefni einn til tvo fulltrúa sem geti komið með bæði faglegt og fjárhagslegt innlegg inn í umræðuna. Þar sem gildandi fjármálaáætlun gerir ekki ráð fyrir fjármagni þarf að leita leiða til þess koma stofnuninni á fót og tryggja framtíðarrekstur hennar innan heildarútgjaldaramma ríkissjóðs. Þarf starfshópurinn því að koma með tillögu að verkefnum sem gætu færst til mannréttindastofnunarinnar, t.d. frá öðrum stofnunum sem sinna mannréttindaeftirliti eða ráðuneytum, og eftir atvikum leggja til tilfærslu á starfsfólki og fjármagni. Loks myndi starfshópurinn gera tillögu um lagalega stöðu mannréttindastofnunar og hafa aðkomu að vinnu við frumvarp um hana.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta