Hoppa yfir valmynd
28. september 2021

Grænar lausnir til umræðu á fundi Indó-íslensku viðskiptasamtakanna (IIBA)

Guðni Bragason sendiherra ávarpaði félagafund Indó-íslensku viðskiptasamtakanna (IIBA) í Nýju-Delhí 24. september síðastliðinn og minntist á góða samvinnu Íslands og Indlands í alþjóðasamstarfi. Ræddi hann helstu áherslur íslenskra stjórnvalda í alþjóðastjórnmálum og utanríkisviðskiptum um þessar mundir, m.a. áherslu á öryggi, mannréttindi og sjálfbæra þróun. Sendiherra minntist einnig á áherslur í samstarfinu með Íslandsstofu (Business Iceland). Frá Reykjavík tóku þátt í fundinum Svanhvít Aðalsteinsdóttir, nýr forstöðumaður viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins og Einar Hansen Tómasson, yfirmaður orkusamvinnu og grænna lausna hjá Íslandsstofu. Kynnti hann nýjar áherslur Íslandsstofu í þeim efnum.

Ávarp sendiherra á fundinum (á ensku).

  • Grænar lausnir til umræðu á fundi Indó-íslensku viðskiptasamtakanna (IIBA) - mynd úr myndasafni númer 1

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta