Hoppa yfir valmynd
15. júní 2022 Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Viðspyrnuaðgerðir ríkisstjórnarinnar: Aukaúthlutun listamannalauna og Sviðslistasjóðs

  - myndHaraldur Jónasson / Hari

Sviðslistasjóður, viðslistasjóður veitir 25 milljónum króna til 9 verkefna leikárið 2022/23 í sérstakri auka úthlutun tilkominni vegna viðspyrnuaðgerða stjórnvalda. Hæsti styrkur úr Sviðslistasjóði rennur til Selmu Reynisdóttir fyrir sviðslistahópinn Sálufélagar, 9,9 milljónir og 4 mánuðir af listamannalaunum. 

Þá hafa úthlutunarnefndir sviðslistamanna og tónlistarflytjenda lokið störfum vegna auka úthlutunar listamannalauna árið 2022, sem einnig er tilkomin vegna viðspyrnuaðgerða stjórnvalda.  Alls voru 200 mánuðir til úthlutunar listamannalauna, 50 mánuðir til sviðslistafólks og 150 til tónlistarflytjenda. 

Launasjóður sviðslistafólks: 

  • 50 mánuðir voru til úthlutunar, sótt var um 553 mánuði (460 frá hópum og 93 frá einstaklingum).
  • Alls bárust umsóknir frá 56 sviðslistahópum með um 300 listamönnum innanborðs og 20 einstaklingsumsóknir.
  • Starfslaun í sviðslistahópum fá 31 sviðslistamenn í 42 mánuði, 14 konur í 17 mánuði og 17 karlar í 25 mánuði, öll undir 35 ára aldri.

Launasjóður tónlistarflytjenda: 

  • 150 mánuðir voru til úthlutunar, 128 umsóknir bárust og sótt var um 722 mánuði.
  • Starfslaun fá 52 tónlistarmenn, 32 konur í 80 mánuði og 20 karlar í 70 mánuð, en 50 mánuðir voru skilyrtir til tónlistarfólks yngra en 35 ára. 

Nánari upplýsingar um úthlutanir má finna hér á vef Rannís:

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

17. Samvinna um markmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta