Umsækjendur um embætti forstjóra Þjóðskrár Íslands
Fimm einstaklingar sækjast eftir embætti forstjóra Þjóðskrár Íslands sem auglýst var í apríl sl. Alls bárust átta umsóknir en þrír hafa dregið umsóknir sínar til baka. Innviðaráðherra skipar í embættið að undangengnu mati hæfnisnefndar.
Þriggja manna nefnd var skipuð til að meta hæfni umsækjenda. Hún starfar í samræmi við lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins og hefur til hliðsjónar reglur um ráðgefandi nefndir er meta hæfni umsækjenda um embætti við Stjórnarráð Íslands. Í henni eiga sæti Hildur Halldórsdóttir, ráðgjafi hjá Auki ehf., formaður, Karl Björnsson, fv. framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga og Sigrún Þorleifsdóttir, mannauðs- og gæðastjóri hjá innviðaráðuneytinu.
Nöfn umsækjenda í stafrófsröð.
- Hildur Ragnars, settur forstjóri Þjóðskrár
- Sigurður Erlingsson, fv. forstjóri
- Steinþór Kolbeinsson, forstöðumaður
- Sverrir Jónsson, rekstrarstjóri hjá EFTA
- Þröstur Óskarsson, fv. forstjóri