Hoppa yfir valmynd
12. desember 2019 Utanríkisráðuneytið

Jákvæður fundur um Hoyvíkursamninginn

Guðlaugur Þór Þórðarson og Jenis av Rana á fundinum í dag - myndUtanríkisráðuneytið

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Jenis av Rana, utanríkisráðherra Færeyja, ræddu framtíð Hoyvíkursamningsins, fríverslunarsamnings Íslands og Færeyja, á fundi sínum í dag. Samningurinn fellur að óbreyttu úr gildi um áramótin í kjölfar uppsagnar Færeyinga. 

Andrúmsloftið var jákvætt á fundi utanríkisráðherranna, sem fram fór í Kaupmannahöfn nú síðdegis. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra áréttaði þar að Hoyvíkursamningurinn hefði reynst bæði Færeyingum og Íslendingum vel og því yrði að kanna til þrautar hvort forsendur væru fyrir Færeyinga að draga uppsögnina til baka.

„Hoyvíkursamningurinn hefur verið undirstaða vaxandi efnahagssamstarfs milli Íslendinga og Færeyinga og ég hef alltaf lagt mikla áherslu á að við séum tilbúin til að gera okkar til að viðhalda honum. Eftir fund okkar Jenis av Rana í dag er ég bjartsýnni á að það takist,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta