Hoppa yfir valmynd
5. maí 2022 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Styrkir Neytendasamtökin til að bregðast við stafrænum brotum á neytendum

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, og Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna við undirritun samningsins.  - mynd

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hefur veitt Neytendasamtökunum 13 milljón króna styrk með það að markmiði að efla starf samtakanna vegna stafrænna brota á neytendum. Í kjölfar Covid-19 fjölgaði málum þar sem brotið er á neytendum þegar þeir nýta sér starfræna þjónustu með einhverjum hætti. Munu Neytendasamtökin leggja áherslu á að fræða neytendur um réttindi sín og verður horft sérstaklega til einstaklinga í viðkvæmri stöðu.

Þau verkefni sem Neytendasamtökin eru að undirbúa á þessu sviði eru:

Styrkurinn gerir Neytendasamtökunum kleift að þróa og vinna fræðsluefni vegna verkefnanna og bjóða upp á víðtækari stuðning við þá einstaklinga sem þurfa aðstoð vegna stafrænna brota á netinu.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra: „Eftir því sem við færum stærri hluta viðskipta og lífs okkar á netið fjölgar tilfellum þar sem brotið er þar á neytendum með einhverjum hætti. Þetta er nýr veruleiki fyrir flestum og oft erfitt að átta sig á hvaða réttindi við höfum, hvaða upplýsingum er safnað um okkur og hvenær verið er að svindla á okkur. Ég er því mjög ánægður með að geta styrkt þetta þarfa verkefni sem Neytendasamstökin eru að ráðast í vegna þess að það skiptir okkur öll máli.“

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta