Hoppa yfir valmynd
30. september 2014 Forsætisráðuneytið

Stefán Gíslason - Umsögn um fyrstu áfangaskýrslu stjórnarskrárnefndar

Gott kvöld,

Skipun stjórnarskrárnefndar og starf hennar allt gengur þvert á vilja þjóðarinnar sem fram kom með skýrum hætti í þjóðaratkvæðagreiðslu þann 20. október, 2012.  Þá samþykktu 67 % þeirra sem afstöðu tóku að tillaga að nýrri stjórnarskrá, sem Stjórnlagaráð lagði fram, skuli lögð til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá.​Undirritaður skorar á nefndina að lúta vilja þjóðarinnar í þessum efnum, með því að leggja til við Alþingi að það samþykki frumvarp til nýrrar stjórnarskrár sem íslenskir kjósendur hafa efnislega þegar samþykkt og lagt var fram á Alþingi vorið 2013. Þannig og aðeins þannig getur nefndin stuðlað að lýðræðislegri niðurstöðu stjórnarskrármálsins. 

​Með bestu kveðjum,

Stefán Gíslason,
Borgarnesi

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta