Hoppa yfir valmynd
8. október 2016 Heilbrigðisráðuneytið

Staða forstjóra Heilbrigðisstofnunar Austurlands laus til umsóknar

Merki heilbrigðisstofnunar Austurlands - mynd

Velferðarráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti forstjóra Heilbrigðisstofnunar Austurlands. Heilbrigðisráðherra skipar forstjóra til fimm ára og er stefnt að því að skipa í embættið 1. desember 2016.

Heilbrigðisstofnun Austurlands starfar samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007, með síðari breytingum. Heilbrigðisstofnunin veitir almenna heilbrigðisþjónustu í heilbrigðisumdæmi Austurlands sem nær yfir sveitarfélögin Vopnafjarðarhrepp, Fljóts­dals­hérað, Fljótsdalshrepp, Borgarfjarðarhrepp, Seyðisfjarðarkaupstað, Fjarða­byggð, Breið­dals­hrepp, Djúpavogshrepp og fyrrum Skeggjastaðahrepp. Þá annast stofnunin starfsnám í heilbrigðisgreinum og starfar í tengslum við háskóla á sviði fræðslumála heilbrigðisstétta og rannsókna í heilbrigðisvísindum. Heilbrigðisstofnun Austurlands er með fjölmennustu vinnustöðum á Austurlandi þar sem starfa að jafnaði um 340 manns og er ársvelta stofnunarinnar um þrír milljarðar króna.

Forstjóri ber ábyrgð á að Heilbrigðisstofnun Austurlands starfi í samræmi við lög, stjórnvaldsfyrirmæli og erindisbréf sem ráðherra setur honum. Forstjóri ber ábyrgð á starfsemi og þjónustu stofnunarinnar, að rekstrarútgjöld og rekstrarafkoma sé í samræmi við fjárlög og að fjármunir séu nýttir á árangursríkan hátt.

Hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun kostur.
  • Farsæl reynsla af stjórnun og rekstri.
  • Þekking og reynsla af mannauðsmálum.
  • Þekking og reynsla á sviði heilbrigðisþjónustu.
  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
  • Jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Leiðtogahæfileikar.

Hæfni umsækjenda verður metin af nefnd skv. 2. mgr. 9. gr. laga um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007, með síðari breytingum. Um launakjör forstjóra fer samkvæmt ákvörðun kjararáðs, sbr. lög um kjararáð, nr. 47/2006, með síðari breytingum.

Ráðuneytið hvetur konur jafnt sem karla til að sækja um embættið.

Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfsferil, ásamt rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í embættið, skulu berast velferðarráðuneytinu, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu, 101 Reykjavík, eða á [email protected] eigi síðar en 24. október 2016. Upplýsingar um starfið veitir Ása Þórhildur Þórðardóttir, staðgengill skrifstofustjóra ([email protected]).

Öllum umsóknum verður svarað þegar heilbrigðisráðherra hefur tekið ákvörðun um skipun í embættið. 

Velferðarráðuneytinu, 8. október 2016 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta