Hoppa yfir valmynd
4. febrúar 2021 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Stöðuskýrsla Velferðarvaktar 2019-2020

Samkvæmt skipunarbréfi Velferðarvaktarinnar skal hún afhenda félags- og barnamálaráðherra stöðuskýrslur með reglubundnum hætti. Á síðustu árum hefur vaktin skilað skýrslum sem ná til tveggja ára í senn.

Stöðuskýrsla um störf Velferðarvaktarinnar árin 2019-2020 hefur verið afhent Ásmundir Einari Daðasyni, félags- og barnamálaráðherra. Þar er meðal annars fjallað um þær rannsóknir og kannanir sem Velferðarvaktin hefur staðið fyrir á tímabilinu ásamt tillögum vaktarinnar. Þær fjalla um lífskjör og fátækt barna, skólasókn og skólaforðun í grunnskólum, námsgagnakostað og fleira á framhaldsskólastigi, félagsvísa og málefni heimilislausra, ásamt fleiru.

Heimsfaraldur setti mark sitt

Heimsfaraldur COVID-19 setti mark sitt á seinni hluta tímabilsins en þá ákváðu stjórnvöld að Velferðarvaktin yrði ráðgefandi aðili fyrir tvö teymi sem sett voru á laggirnar vegna faraldursins, fyrst í  mars 2020 fyrir viðbragðsteymi velferðarþjónustu og síðar í júní 2020 fyrir uppbyggingarteymi félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19. Í stöðuskýrslunni má finna umfjöllun um þá vinnu og tillögur vaktarinnar um til hvaða mótvægisaðgerða þyrfti að grípa til að milda stöðuna.

Hér má finna Stöðuskýrslu Velferðarvaktar 2019-2020.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta