Niðurstöður könnunar kynntar 16. desember
Forsætisráðuneytið hefur látið gera úttekt á á vefjum hátt í þrjúhundruð stofnana ríkis og sveitarfélaga. Fyrirtækið Sjá ehf framkvæmdi úttektina. Skýrslutæknifélagið boðar til hádegisverðarfundar á Grand Hótel miðvikudaginn 16. desember 2009, frá kl. 12:00 - 14:00 þar sem kynntar verða niðurstöður úttektarinnar. Fundurinn ber yfirskriftina „Hvað er spunnið í opinbera vefi 2009?“.
Dagskrá:
12:00 Skráning
12:15 Fundur settur, hádegisverður - fundarstjóri
12:30 Hvað er spunnið í opinbera vefi 2009? Framkvæmd könnunar og
niðurstöður - Jóhanna Símonardóttir og Áslaug Friðriksdóttir13:15 Framboð á rafrænni opinberri þjónustu í Evrópu, könnun
ESB/CapGemini - Halla Björg Baldursdóttir13:30 Hvernig má bæta opinbera vefi? Átak sem skilar árangri - Björn
Sigurðsson13:40 Umræður og spurningar
14:00 Fundið slitið