Hoppa yfir valmynd
13. apríl 2000 Heilbrigðisráðuneytið

8. - 14. apríl



Fréttapistill vikunnar
8. - 14. apríl

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála staðfestir ákvörðun Samkeppnisstofnunar vegna kvörtunar Félags íslenskra heimilislækna um samkeppnishömlur:
Félag íslenskra heimilislækna kvartaði til Samkeppnisstofnunar í desember 1998 á þeim forsendum að gildandi samningar innan heilbrigðiskerfisins fælu í sér verulegar samkeppnishömlur á atvinnustarfsemi lækna. Kvörtunin var tvíþætt og varðaði annars vegar samninga milli Tryggingastofnunar ríkisins og Læknafélags Reykjavíkur f.h. sérfræðinga á ýmsum sviðum læknavísindanna. Að mati Félags íslenskra heimilislækna, fólu samningarnir í sér takmarkanir á aðgangi nýrra lækna að markaðnum, þar sem heimilislæknar væru undanskildir frá ákvæðum samningsins. Hins vegar beindist kvörtunin að samningi milli Læknafélags Íslands og Læknafélags Reykjavíkur annars vegar og Tryggingastofnunar hins vegar, um þjónustu heimilislækna utan heilsugæslustöðva sem fæli í sér aðgangshindranir fyrir nýja heimilislækna, byggða á mati á því hvort að þörf sé fyrir nýja heimilislækna á svæðinu.
Samkeppnisstofnun féllst ekki á að um brot á samkeppnislögum væri að ræða og var niðurstaða hennar sú að ekki væri ástæða til að aðhafast frekar í málinu. Félag heimilislækna kærði til áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem í niðurstöðu sinni staðfesti ákvörðun Samkeppnisstofnunar.


Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið
14. apríl 2000

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta