Hoppa yfir valmynd
20. desember 2006 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Sáttmáli undirritaður til verndar réttindum fatlaðra einstaklinga

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti þann 13. desember sl. nýjan alþjóðasamning samtakanna sem falið er það hlutverk að vernda og efla réttindi og virðingu einstaklinga með fötlun (International Convention on the Protection and Promotion of the Rights and Dignity of Persons with Disabilities) ásamt viðbótarbókun við samninginn. Samningurinn var samþykktur samhljóða á fundinum með lófataki þátttakenda. Ísland gerðist aðili að ræðu Evrópusambandsins sem flutt var eftir samþykkt samningsins og fylgir hún hér:

Ræða ESB um innleiðingu sáttmála SÞ um verndun réttinda fatlaðra

Samþykki allsherjarþings kemur í kjölfar þess að í lok ágúst sl. náðist samkomulag vinnuhóps Sameinuðu þjóðanna um gerð draga viðkomandi samnings. Um var að ræða áttunda fund vinnuhópsins, en vinna við gerð samningsins hófst í desember 2001.

Samningurinn verður opnaður til undirritunar í lok mars 2007, en alls þurfa tuttugu ríki að fullgilda samninginn sjálfan til að hann taki gildi. Sérreglur gilda hins vegar um bókunina.

Félagsmálaráðuneytið mun nú óska eftir þýðingu samningsins.

Nánari fróðleikur:

Frétt á heimasíðu ráðuneytisins frá 6. september sl.

Á heimasíðu Sameinuðu þjóðanna má finna nýjustu útgáfu samningsins og fleira.

Frétt Sameinuðu þjóðanna frá 13. desember sl.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta