Hoppa yfir valmynd
11. júní 2024 Matvælaráðuneytið

Leyfi til veiða á langreyðum gefið út

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur veitt Hval hf. veiðileyfi til veiða á langreyðum.

Leyfið gildir fyrir veiðitímabilið 2024 og verður leyfilegt veiðimagn 99 dýr á svæðinu Grænland/Vestur-Ísland og 29 dýr á svæðinu Austur-Ísland/Færeyjar eða samtals 128 dýr.

Ákvörðun um veiðimagn er innan marka ráðgjafar Hafrannsóknastofnunar frá 2017 og tekur mið af varfærnum vistkerfisstuðlum Alþjóðahvalveiðiráðsins.

Ákvörðunin byggir á varúðarnálgun og endurspeglar auknar áherslur stjórnvalda á sjálfbæra nýtingu auðlinda.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum