ÍSOR kemur að undirbúningi jarðvarmavirkjunar í Kasmír-héraði
Íslenskar orkurannsóknir, ÍSOR, hefur gengið frá samningi við ONGC (Oil and Natural Gas Corporation), eitt stærsta olíufyrirtæki Indlands, vegna undirbúnings jarðvarmavirkjunar í Puga-dal í Ladakh, í Kasmír-héraði.
Um er að ræða fyrsta jarðvarmaorkuver Indlands og er framkvæmdasvæði í 4.400 metra hæð yfir sjávarmáli. Meðal samstarfsaðila ÍSOR í verkefninu eru verkfræðistofan Verkís og Indverska fyrirtækið Techon Consulting. Boranir á svæðinu eru þegar hafnar með þátttöku sérfræðinga ÍSOR á staðnum.
Nánari umfjöllun um verkefnið á ensku: