Hoppa yfir valmynd
20. apríl 2018 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Þverpólítísk nefnd um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu skipuð

Ferðamenn á Brennisteinsöldu - myndHugi Ólafsson

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur skipað þverpólítíska nefnd um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Í nefndinni eiga sæti fulltrúar allra þingflokka á Alþingi auk tveggja fulltrúa sveitarfélaga. Þá sitja fulltrúar frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og forsætisráðuneytinu í nefndinni.

Nefndinni er m.a. ætlað að skilgreina mörk þjóðgarðsins og setja fram áherslur um skiptingu landssvæða innan hans í verndarflokka. Einnig er henni ætlað að fjalla um hugsanlegar aðkomuleiðir og þjónustumiðstöðvar, svæðisskiptingu og rekstrarsvæði og greina tækifæri með stofnun þjóðgarðs á byggðaþróun og atvinnulíf. Jafnframt er henni ætlað að gera tillögur að helstu áherslum í stjórnunar- og verndaráætlunum og atvinnustefnu fyrir þjóðgarðinn og lagafrumvarpi um þjóðgarðinn, þar sem m.a. er tekin afstaða til stjórnskipulags þjóðgarðsins.

Nefndin er skipuð eftirfarandi aðilum:

• Óli Halldórsson, formaður, skipaður af umhverfis- og auðlindaráðherra án tilnefningar
• Líneik Anna Sævarsdóttir, tilnefnd af þingflokki Framsóknarflokks,
• Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, tilnefnd af þingflokki Samfylkingar,
• Halldóra Mogensen, tilnefnd af þingflokki Pírata,
• Bergþór Ólason, tilnefndur af þingflokki Miðflokks,
• Ólafur Ísleifsson, tilnefndur af þingflokki Flokks fólksins,
• Hanna Katrín Friðriksson, tilnefnd af þingflokki Viðreisnar,
• Steingrímur J. Sigfússon, tilnefndur af þingflokki Vinstrihreyfingar - græns framboðs,
• Vilhjálmur Árnason, tilnefndur af þingflokki Sjálfstæðisflokks,
• Valtýr Valtýsson og Dagbjört Jónsdóttir, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga,
• Margrét Hallgrímsdóttir, tilnefnd af forsætisráðuneyti.

Með nefndinni starfar Steinar Kaldal verkefnisstjóri, starfsmaður umhverfis- og auðlindaráðuneytis.

Við störf nefndarinnar verður haft samráð við helstu hagsmunaaðila og almannasamtök, s.s. náttúruverndarsamtök, útvistarsamtök og samtök hagsmunaaðila s.s. í ferðaþjónustu, landbúnaði og orkumálum.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta