Heildarendurskoðun á löggjöf um jarðir og fasteignir til umfjöllunar á ríkisstjórnarfundi
Gert er ráð fyrir því að endurskoðunin muni taka til jarðalaga nr. 81/2004, skipulagslaga nr. 123/2010 og laga nr. 19/1966 um eignarrétt og afnotarétt fasteigna, ásamt fleiri lögum á þessu sviði. Fyrirhugað er að lagafrumvörpin sem um ræðir verði kynnt í kringum komandi áramót en um er að ræða frumvörp sem heyra undir dómsmálaráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.