Hoppa yfir valmynd
4. júlí 2017 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Tillaga að stækkun friðlands Þjórsárvera til kynningar

Úr Þjórsárverum - myndÞóra Ellen Þórhallsdóttir

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsir til kynningar tillögu að mörkum og friðlýsingarskilmálum stækkaðs friðlands Þjórsárvera. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 3. október 2017.

Um er að ræða skilmála og afmörkun sem komist var að samkomulagi um við hlutaðeigandi sveitarfélög vorið 2013.Vegna nýrra náttúruverndarlaga sem tóku gildi í nóvember 2015 hafa breytingar verið gerðar á texta auglýsingarinnar þar sem vísað er til laga auk þess sem lagt er til að nýtt ákvæði bætist við er fjallar um gerð stjórnunar- og verndaráætlunar í samræmi við ákvæði nýju laganna.

Ekki þarf að tíunda hátt náttúruverndargildi Þjórsárvera og nærliggjandi svæða, en á svæðinu er einstakt lífríki og einhver tilkomumestu víðerni landsins. Þessi tillaga að stækkuðu friðlandi liggur jafnframt að friðlandinu Guðlaugstungum til norðurs og að fyrirhuguðu friðlandi í Kerlingafjöllum sem unnið er að því að stofna. Með því yrði til stórt, samfellt friðland á miðhálendinu sem tæki til afar mikilvægra náttúruminja.

Frestur til að skila umsögnum og athugasemdum vegna tillögunnar er til 3. október næstkomandi og má senda þær á netfangið [email protected] eða í bréfpósti, á umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Skuggasundi 1, 101 Reykjavík.

Drög að auglýsingu um friðland í Þjórsárverum (pdf-skjal)

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta