Hoppa yfir valmynd
31. október 2018 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra fundaði með norrænum forsætisráðherrum

  - myndMarita Lena Hoydal
Forsætisráðherrar Norðurlandanna funduðu í dag um erlendar fjárfestingar í mikilvægum innviðum og mismunandi aðstæður milli landanna á þessu sviði. Þá gerði forsætisráðherra Svíþjóðar grein fyrir helstu málum á vettvangi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Þá funduðu norrænu forsætisráðherrarnir með leiðtogum Færeyja og Álandseyja og framkvæmdastjórum Norrænu ráðherranefndarinnar og Norðurlandaráðs, þar sem farið var yfir ýmis norræn samstarfsverkefni, m.a. á sviði 5G, samnorræn rafræn skilríki og norrænar lausnir á hnattrænum viðfangsefnum. Þá var einnig rætt um málefni Norðurslóða.

Þar með lýkur þátttöku Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í Northern Future Forum (NFF) og á Norðurlandaráðsþingi sem haldið var í Osló 29. til 31. október.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, átti einnig tvíhliða fundi með Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs, Juha Sipilä, forsætisráðherra Finnlands, og Theresu May, forsætisráðherra Bretlands.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta