Fjórtán sækjast eftir forstjórastarfi heilsugæslunnar
Fimm konur og níu karlar sóttu um starf forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Einn tók aftur umsókn sína. Forstjórastaðan var auglýst laus til umsóknar 27. febrúar og er gert ráð fyrir að forstjóri taki til starfa 1. maí nk. Heilbrigðisráðherra skipar í stöðuna til fimm ára. Hann skipar í stöðuna eftir að lögbundið mat hæfnisnefndar hefur borist honum, en þá eina má skipa sem nefndin telur hæfa.
Þau sem sóttu um stöðuna eru:
Atli Árnason,
Ásgeir Eiríksson,
Finnbogi Oddur Karlsson,
Guðbrandur Sigurðsson,
Guðmundur Gylfi Guðmundsson,
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir,
Jóhanna Harðardóttir,
Jón H. Karlsson,
Jónína Waagfjörð,
Lúðvík Ólafsson,
Ólafur Örn Ólafsson,
Sólfríður Guðmundsdóttir,
Svanhvít Jakobsdóttir, og,
Þórhallur Harðarson.