Hoppa yfir valmynd
30. mars 2009 Heilbrigðisráðuneytið

Vinnufundur um heilbrigðisþjónustu

Heilbrigðisráðherra boðar til vinnufundar um heilbrigðisþjónustu þriðjudaginn 7. apríl nk. í samstarfi við félög fagstétta í heilbrigðisþjónustunni.

Með vinnudeginum lýkur fundaröð um heilbrigðisþjónustu á tímum hagræðingar þar sem framtíð heilbrigðisþjónustunnar er tekin til opinnar umræðu. Heilbrigðisráðherra vill með þessu boða starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar til opins vinnudags 7. apríl 2009, á alþjóðaheilbrigðisdeginum, og er fundurinn boðaður í samstarfi við félög fagstétta í heilbrigðisþjónustu. Í heilbrigðisþjónustunni standa menn frammi fyrir nýjum viðfangsefnum við nýjar kringumstæður á komandi misserum og tilgangurinn með vinnudeginum er að gefa öllu heilbrigðisstarfsfólki færi á að setja fram skoðanir sínar á því sem framundan er. Til að tryggja megi góða heilbrigðisþjónustu á erfiðum tímum þurfa allar fagstéttir og heilbrigðisyfirvöld að vinna sameiginlega að því að leysa þau verkefni sem framundan eru. Meðal þess sem rætt verður á vinnudeginum er forgangsröðun í heilbrigðisþjónustunni, kröfur um lýðræðisleg vinnubrögð, samspil hins andlega og líkamlega og hvernig tryggja má heilbrigðisþjónustu í krepputíð.

Sjá nánar dagskrá vinnudagsins: VINNUDAGUR (pdf skjal)



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta