Hoppa yfir valmynd
3. apríl 2009 Heilbrigðisráðuneytið

Samstarf heilbrigðisráðuneytisins og Hrafnistu

Penninn mundaður
Penninn mundaður

Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, og Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistuheimilanna, undirrituðu í dag samning um rekstur 20 rýma fyrir aldraða sem þurfa svokallaða skammtímavistun og um rekstur 30 dagdeildarrýma.

Gildistími samningsins er fimm ár. Auglýst var eftir rekstraraðila til að reka allt að 35 skammtíma hjúkrunarrými og allt að þrjátíu dagdeildarrými. Þrjú tilboð bárust í verkefnið og lægsta tilboð barst frá Hrafnistu í rekstur á 20 skammtíma hjúkrunarrýmum með endurhæfingu og 30 dagdeildarrýmum með endurhæfingu. Kostnaðurinn við samninginn er um 284 milljónir króna á ári.

Markmið samningsins er að stuðla að því að aldraðir geti búið sem lengst heima hjá sér með því að bjóða upp á þjónustu sem byggist á vistun, endurhæfingu eða viðhaldi endurhæfingar sem þegar er hafin. Jafnframt er boðið upp á þessa þjónustu til að hvíla viðkomandi og þá sem sinna öldruðum á heimilum þeirra. Þjónustan er ætluð sjúklingum sem fá heimahjúkrun á höfuðborgarsvæðinu og skjólstæðingum öldrunarsviðs Landspítala.

Þeir eiga rétt á hvíldarinnlögn sem að mati heimahjúkrunar og öldrunarsviðs Landspítala þurfa tímabundna vistun, t.d. vegna heilabilunar á tilteknu stigi, dægurvillu, eða vegna þátta sem tengjast fjarveru eða aðstæðum þeirra sem ella sjá um viðkomandi. Dagdeildarrýmin eru hins vegar úrræði fyrir þá sem eiga erfitt með að dvelja einir heima. Gert er ráð fyrir að dagdvöl sé opin alla virka daga frá kl. 08.00 - 19.00, nema laugardaga.

Heilbrigðisráðuneytið leggur áherslu á að með skammtímavistun og hvíldarinnlögnum er komið til móts við vilja þeirra sem vilja fá aðstoð heima hjá sér og að þessi leið í þjónustu við aldraðra er jafnframt hagkvæmari en dýr stofnanaúrræði.

Endurfundir á Hrafnistu                                          Endurfundir á Hrafnistu           

   Slegið á létta strengi      Selgið á létta strengi         

 

Starfsfólk Hrafnistuheimilanna

Starfsmenn Hrafnistuheimilanna

 

Guðmundur Hallvarðsson og Ögmundur Jónasson

Ögmundur Jónasson og Guðmundur Hallvarðsson





Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta