Hoppa yfir valmynd
8. apríl 2009 Heilbrigðisráðuneytið

Líflegar umræður á opnum vinnudegi

Heilbrigðisráðherra Ögmundur Jónasson setur vinnufund með starfsfólki heilbrigðisþjónustunnar.
Heilbrigðisráðherra Ögmundur Jónasson setur vinnufund með starfsfólki heilbrigðisþjónustunnar.

Í kringum 150 manns mættu á opinn vinnudag starfsfólks heilbrigðisþjónustunnar sem heilbrigðisráðherra efndi til í samstarfi við fag- og stéttarfélög á Hótel Nordica í gær. Mikill hugur var í fólki og þátttaka í umræðum og málstofum til marks um að starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar vill leggja sín lóð á vogaskálarnar í þeim breytingum sem framundan eru.

Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, opnaði fundinn og greindi m.a. frá því að Frumtök, samtök framleiðenda frumlyfja, hafi ákveðið að kæra nýlega lyfjareglugerð heilbrigðisráðuneytisins til ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA. Ögmundur fór hörðum orðum um þessa ákvörðun og sagðist líta á hana sem málshöfðun gegn þjóð í þrengingum.

Halla Gunnarsdóttir, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, hélt stutt erindi um mikilvægi samráðs við alla ákvarðanatöku og benti hún m.a. á að með því að fá sem flest sjónarmið upp sé hægt að taka betri ákvarðanir og að þær geti staðið til lengri tíma.

Áður en gengið var til málstofuvinnu fóru fram almennar umræður og komu þar fram ýmsar ábendingar um það sem betur mætti fara í heilbrigðisþjónustunni. Líflegar umræður héldu svo áfram í málstofunum fjórum sem var stýrt af Guðrúnu Sigurjónsdóttur, Valgerði Halldórsdóttur, Andrési Magnússyni og Sigurði Guðmundssyni.

Niðurstöður úr málstofuvinnunni eru birtar hér að neðan en í stuttu máli má segja að almennt var sú skoðun ríkjandi að leggja ætti höfuðáherslu á grunnheilbrigðisþjónustu. Þá komu einnig fram ábendingar um að gæta þyrfti að því að sparnaður á einum stað leiddi ekki til kostnaðar á öðrum stað og kallað var eftir samráði við félags- og tryggingamálaráðuneytið og undirstofnanir þess til að ná sem bestum árangri.

Til stóð að senda fundinn út með fjarfundabúnaði þannig að helstu stofnanir á landsbyggðinni gætu tekið þátt en því miður reyndist kostnaður við það of mikill þegar á hólminn var komið. Þess í stað eru hér upptökur af fyrri hluta fundarins og samantekt úr málstofum. Upptökurnar opnast í Windows Media Player.

 

Niðurstöður úr málstofum - Niðurstöðurnar eru á pdf formi og opnast í nýjum glugga



Hér má sjá myndir frá vinnufundinum með starfsfólki heilbrigðisþjónustunnar og frá hópastarfi sem unnið var á fundinum. Myndirnar tóku þau Halla Gunnarsdóttir og Ómar Óskarsson. Myndirnar má skoða í fullri stærð með því að smella á viðkomandi mynd.

Frá vinnufundi 7. apríl 2009                                                               Frá vinnufundi 7. apríl 2009                                                                         Frá vinnufundi 7. apríl 2009 mynd Ómars Óskarssonar 
 Frá vinnufundi 7. apríl 2009 mynd Ómars Óskarssonar  Hopastarf á vinnufundi 7. apríl 2009  Hópastarf á vinnufundi 7. apríl 2009
 Hópastarf á vinnufundi 7. apríl 2009  

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta