Hoppa yfir valmynd
16. apríl 2009 Heilbrigðisráðuneytið

Vinnufundur með BHM

Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, átti í morgun, fimmtudaginn 16. apríl 2009, fund með trúnaðarmönnum Bandalags háskólamanna, BMH, um stöðu og horfur í heilbrigðisþjónustunni. Gerði ráðherra trúnaðarmönnum BHM grein fyrir niðurskurðinum sem ákveðinn var í fjárlögum og fór yfir röksemdirnar sem færðar hefðu verið fyrir niðurskurðinum. Setti heilbrigðisráðherra fram það sjónarmið sitt að fara þyrfti varlega í öllum samskiptum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Ráðherra sagði það meginverkefni sitt að verja heilbrigðisþjónustuna, að verja störf heilbrigðisstarfsmanna og tryggja að ekki sé hreyft við kjarasamningsbundnum kjörum starfsmanna í heilbrigðisþjónustunni.

Trúnaðarmenn BHM lögðu áherslu á samráð í þeim þrengingum sem framundan eru, undirstrikað var að auðlind velferðarþjónustunnar væri starfsfólkið, bent var á launamun milli stétta háskólamanna t.d. milli ráðuneyta, og þá var heilbrigðisráðherra beðinn að skýra hugtök eins og ofurlaun og hann hvattur til að hafa í huga framtíðarhagsmuni heilbrigðisþjónustunnar þegar hugað væri að hagræðingu, niðurskurði eða breytingum á þjónustunni. Var ráðherra hvattur til að verja og styrkja heilbrigðisþjónustuna.

Fagnaði ráðherra þeirri áskorun og svaraði því til varðandi kjörin að hann vildi beita sér fyrir kjarajöfnun og að hann vildi jafna kjörin og aðstöðuna sem heilbrigðisstarfsmönnum væri búin innan heilbrigðisstofnana, og bætti við að hann vildi skoða sérstaklega verktakavinnu innan og utan stofnana bæði með tilliti til greiðslna og skattalegrar mismununar.


Heilbrigðisráðherra ávarpar trúnaðarmenn BHM

Heilbrigðisráðherra ávarpar trúnaðarmenn BHM á fundi með þeim

Fulltrúar BHM leggja áherslu á samráð við starfsmenn á tímum þrengingaFulltrúar BHM leggja áherslu á samráð við starfsmenn


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta