Hoppa yfir valmynd
5. júní 2020

Fjölþátta ógnir grafa undan réttarríki og lýðræði.

ÖSE er heppilegur vettvangur fyrir umræðu um fjölþátta ógnir og allar tilraunir, til að grafa undan lögum og rétti og lýðræði, sagði  Jóna Sólveig Elínardóttir, deildarstjóri á varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, í umræðum um takmörkun vígbúnaðar (Structured Dialogue) 6. júní 2020. Sagði hún m. a., að COVID-19 ástandið hefði fært fólki heim sanninn um það, hve lítið þyrfti til, til að skaða innviði samfélagsins, samgöngur og fæðuöryggi, auk þess að breiða út falskar fréttir. Ræddi hún meðal annars um það, hve smærri ríki væru veik fyrir slíkum fjölþátta árásum og netárásum. Sagði hún frá viðbrögðum íslenskra stjórnvalda við slíkum ógnum, m. a. fræðslu á meðal almennings og samstarfi við fjölmargra aðila, innanlands sem erlendis.

Ræða Jónu Sólveigar Elínardóttur, varnamálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, 5. júní 2020

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta