Breytingar í utanríkisþjónustunni
Utanríkisráðherra hefur tekið ákvörðun um eftirtaldar breytingar á starfsstöðvum sendiherra í utanríkisþjónustunni:
Elín Flygenring, sem hefur verið sendiherra í Helsinki frá árinu 2009, kemur til starfa í ráðuneytinu 1. ágúst nk.
Kristín Aðalbjörg Árnadóttir, sem hefur verið sendiherra í Peking frá árinu 2010, verður sendiherra Íslands í Helsinki frá 1. ágúst nk.
Stefán Skjaldarson, sem hefur verið sendiherra í Vín frá árinu 2009, verður sendiherra Íslands í Peking frá 1. ágúst nk.
Auðunn Atlason, sem hefur verið við störf í utanríkisráðuneytinu frá árinu 2008, var skipaður sendiherra 1. janúar sl. og verður sendiherra Íslands í Vín frá 1. ágúst nk.
Stefán Lárus Stefánsson, sem hefur verið sendiherra Íslands í Tókýó frá árinu 2008, kemur til starfa í ráðuneytinu 1. ágúst nk.
Hannes Heimisson sendiherra, sem hefur verið við störf í ráðuneytinu frá árinu 2009, verður sendiherra Íslands í Tókýó frá 1. ágúst nk.
Atli Ásmundsson aðalræðismaður í Winnipeg, lætur af störfum í utanríkisþjónustunni fyrir aldurs sakir í lok maí nk.
Hjálmar W. Hannesson sendiherra, sem hefur verið við störf í ráðuneytinu frá árinu 2011, verður aðalræðismaður í Winnipeg frá 1. júní nk.
Þorsteinn Ingólfsson sendiherra, sem hefur verið fastafulltrúi hjá NATO frá árinu 2008, kemur til starfa í ráðuneytinu 1. ágúst nk.
Anna Jóhannsdóttir sendiherra, sem hefur verið við störf í forsætisráðuneytinu frá árinu 2010, verður fastafulltrúi hjá NATO frá 1. ágúst nk.
Þá hefur Helga Jónsdóttir, lögfræðingur og fyrrverandi ráðuneytisstjóri, verið tilnefnd til að taka við stöðu stjórnarmanns hjá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) frá 1. janúar 2014 til fjögurra ára.